Sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd, reka Upplýsingamiðstöð Myndaniðurstaða fyrir upplýsingamiðstöð ferðamannaferðamanna í Austur-Húnavatnssýslu. Upplýsingamiðstöðin er til húsa á Aðalgötu 8, Blönduósi.

Upplýsingamiðstöðin er opin alla virka daga  milli kl. 8:30 -17:30, og á laugardögum frá kl. 10-17, þar sem ferðalöngum alls staðar að er velkomið að líta við í létt spjall, afla sér upplýsinga og verða sér út um bæklinga og kort.
Umsjónarmaður miðstöðvarinnar er Þórdís Rúnarsdóttir 
Yfir vetrartímann er hægt að heimsækja  ferðamálafulltrúann í Kvennaskólann á Blönduósi, Árbraut 31, þar sem hún er með aðsetur.