Húnavallaskóli stendur við Reykjabraut.  Skólinn þjónar íbúum Húnavatnshrepps, bygging skólahússins hófst sumarið 1965,  skólinn var svo settur í fyrsta sinn þann 28. október 1969 og formlega vígður 7. nóvember 1970.  Upphaflega var skólinn rekinn sem heimavistarskóli,  heimavist var lögð niður í áföngum á árunum 1980 til 1982. Síðan þá hefur verið um heimaakstur nemenda að ræða.  Nemendafjöldi við skólann hefur orðið mestur um það bil 180.

Skólastjóri Húnavallaskóla er Sigríður Aadnegard         

Sjá vef Húnavallaskóla