Í Húnavatnshreppi er starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sem er yfirmaður skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu. Hlutverk hans er að veita íbúum, sveitarstjórnarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál. 

Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

Í mannvirkjalögum er kveðið á um að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.

Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja. Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði. Að tryggja aðgengi fyrir alla. Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Húnavatnshrepps er Þorgils Magnússon og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti byggingarfulltrui@hunavatnshreppur.is og í síma 455-4705. 

Skipulags- og byggingarnefnd er sveitarsjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.

Skipulags-og byggingarnefnd

Fundargerðir Skipulags- og byggingarnefndar

 Framkvæmdaleyfi

 

 Eyðublöð

Hér má finna helstu umsóknareyðublöð sem viðkoma skipulags- og byggingarleyfum.

 Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022

Hér að neðan má finna gögn vegna Aðalskipulags Húnavatnshrepps 2010-2022

Hér að neðan má finna gögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022

Deiliskipulög

Hér að neðan má finna gögn vegna deiliskipulaga á vegnum sveitarfélagsins

 

Forleifaskráningar

Hér að neðan má finna forleifaskráningar jarða og svæða innan Húnvatnshrepps sem til eru á rafrænuformi