Í Jafnréttisnefnd eiga sæti þrír fulltrúar, sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Kosningar fara fram samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga, og samþykktar um stjórn og fundarsköp Húnavatnshrepps. Á sama hátt eru kjörnir þrír fulltrúar til vara. Nefndin kýs sér formann, varaformann og ritara á fyrsta fundi sínum. Auk kjörinna nefndarmanna á sveitarstjóri sveitarfélagsins, rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.

Jafnréttisnefnd heyrir beint undir sveitarstjórn. Undir nefndina heyra jafnréttismál sveitarfélagsins.

Aðalmenn:

Berglind Bjarnadóttir 
Garðar Smári Óskarsson
Guðrún E. Hrafnsdóttir

Varamenn:

Bjarni Ingólfsson 
Borghildur Aðils 
Haukur Suska Garðarson 

 

Fundargerðir Jafnréttisnefndar