Í fræðslunefnd eiga sæti fimm fulltrúar, sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Kosningar fara fram samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga, laga um leikskóla, laga um grunnskóla og samþykktar um stjórn og fundarsköp Húnavatnshrepps. Á sama hátt eru kjörnir fimm fulltrúar til vara. Nefndin kýs sér formann, varaformann og ritara á fyrsta fundi sínum. Auk kjörinna nefndarmanna eiga eftirfarandi aðilar rétt á að setja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt: Skólastjóri, fulltrúi kennara, fulltrúi starfsmanna leikskóla og fulltrúi foreldra. Þá á sveitarstjóri rétt á að setja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.
Nefndin heyrir beint undir sveitarstjórn.
Eftirfarandi stofnanir og deildir starfa á verksviði nefndarinnar: Leik- og grunnskólar í Húnavatnshreppi.

Aðalmenn:
Brynjólfur Friðriksson, formaður
Erla Gunnarsdóttir
Jóhann H. Ragnarsson
Kristín Rós Sigurðardóttir
Þóra M. Lúthersdóttir

Varamenn:
Borghildur Aðils
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Ólafur Magnússon
Renate Janine Kemnitz
Víðir Gíslason

Áheyrnarfulltrúar:
Sigríður B. Aadnegard, skólastjóri
Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, fulltrúi starfsmanna
Sigurður R. Magnússon, fulltrúi foreldra

Erindisbréf Fræðslunefndar