Stjórn Fjallskiladeildar Grímstungu- og Haukagilsheiða er skipuð þremum fulltrúum, sem sveitastjórn kýs til fjögurra ára, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Kosningar fara fram samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga, og samþykktar um stjórn og fundarsköp Húnavatnshrepps. Á sama hátt eru kjörnir þrír fulltrúar til vara. Stjórnin kýs sér formann, varaformann og ritara á fyrsta fundi sínum. Formaðurinn er jafnframt fjallskilastjóri Grímstungu- og Haukagilsheiða. Auk kjörinna stjórnarmanna á sveitarstjóri sveitarfélagsins, rétt á að sitja fundi stjórnar, með málfrelsi og tillögurétt. Undir
deildina heyra fjallskil í fyrrum Ás- og Sveinsstaðahreppi skv. lögum og reglugerðum sem um þau mál fjalla

Aðalmenn:

Egill Herbertsson, fjallskilastjóri
Birgir Líndal Ingþórsson
Þóra M. Lúthersdóttir

Varamenn:

Einar Árni Sigurðsson
Eline Manon Schrijver 
Valur Magnússon

Erindisbréf Fjallskiladeildar Grímstungu- og Haukagilsheiða

Fundargerðir Fjallskilanefndar Grímstungu- og Haukagilsheiðar

Gagnaseðill