Sveitarfélögin, Blönduósbær og Húnavatnshreppur, reka byggðasamlag um Brunavarnir Austur-Húnvetninga.
Brunavarnir hafa yfir að ráða eftirfarandi bifreiðum:
Ford árgerð 1994 sem breytt var á Ólafsfirði, Man vatnsflutningabíl árg 1982 sem breytt var af brunavörnum í samvinnu við starfmenn Landsvirkjunar, Man slökkvibíl, árgerð 2017, Renault kangoo 4x4 árg 2006 þjónustubifreið Gaz 1958 sem er viðhafnarbifreið slökkviliðsins. 
Á útkallsskrá eru að jafnaði 15 manns. 

Þrír fulltrúar sitja í stjórn Brunavarna.
Aðalmenn:
Hjálmar Björn Guðmundsson, fulltrúi Blönduósbæjar
Magnús Valur Ómarsson, fulltrúi Blönduósbæjar
Sverrir Þór Sverrisson, fulltrúi Húnavatnshrepps

Varamenn:
Zophonías Ari Lárusson, fulltrúi Blönduósbæjar
Birna Ágústsdóttir, fulltrúi Blönduósbæjar
Jóhanna Magnúsdóttir, fulltrúi Húnavatnshrepps

Slökkviliðsstjóri er Ingvar Sigurðsson
Framkvæmdastjóri Brunavarna er sveitarstjóri Blönduósbæjar á hverjum tíma.

Neyðarsími: 112

Sjá vef Brunavarna Austur-Húnvetninga