Eftirfarandi úthlutun kom í hlut ferðamannastaða í Húnavatnshreppi í úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í mars 2021
 
Húnavatnshreppur - Þrístapar.
Kr. 51.500.000.- 
 
 
Húnavatnshreppur - Þrístapar, aðkomusvæði, bílastæði, stígagerð, fræðsluskilti.
Kr. 51.500.000.-

Styrkurinn er veittur til að ganga frá aðkomuplani með grjótpollum, cortenstálhliði og girðingu, hellulögn og tilheyrandi jarðvinnu. Hlaða 23 m langan og 0,8 m háan vegg við áningarstaðinn, helluleggja áningarstað með náttúrusteini ásamt tilheyrandi jarðvinnu og frágangi. Helluleggja 140 m langan og 0,9 m breiðan göngustíg um minjasvæðið ásamt tilheyrandi jarðvinnu og frágangi. Setja upp fræðsluskilti með tilheyrandi festingum, jarðvinnu og frágangi.