• Að gefnu tilefni er íbúum bent á að gott er að nálgast allar nýjustu upplýsingar um COVID-19 á vef embættis landlæknis www.landlaeknir.is og vef almannavarna, www.almannavarnir.is
  • Stofnanir Húnavatnshrepps fylgja leiðbeiningum stjórnvalda og hafa gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær.
  • Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að auka vitund starfsfólks á leiðum til að forðast smit og fækka smitleiðum, auk þess að gera ráðstafanir fram í tímann um viðbrögð ef skerða þarf þjónustu.

Hér má nálgast viðbragðsáætlun Húnavatnshrepps við heimsfaraldri af völdum COVID-19  

Hér má nálgast viðbragðsáætlun Húnavallaskóla og Vallabóls við heimsfaraldri af völdum COVID-19

Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum.