Tekið hefur verið saman magn á sorpi á heimilum innan sveitarfélagsins og magni af timbri og pressanlegum úrgangi frá gámasvæðum.
Alls var safnað 573.668 kg., af sorpi í Húnavatnshreppi á árinu 2018. Inniheldur þessi söfnun, pressanlegan úrgang, timbur, endurvinnsluefni og brotamálm. Er þetta rétt um 1.510 kg. á hvern íbúa sveitarfélagsins.

Hér að neðan má finna nánari útskýringar og samanburð á milli ára.

Hér má sjá heildar skiptingu á milli ára:

 Sorp frá heimilum:
Á árinu 2018 var endurvinnsluefni 19.480 kg., pressanlegur úrgangur 93.970 kg., Rúlluplast 76.220 kg.

 

Sorp frá gámasvæðum:

Á árinu 2018 var skilað af timbri, 67.700 kg., Pressanlegum úrgangi, 50.515 kg.