Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram 10. og 11. desember 2019.

  • Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til skrifstofu Húnavatnshrepps á netfangið fridrik@hunavatnshreppur.is  eða í síma 455 0010 fyrir klukkan 16:00 mánudaginn 9. desember  2019.
  • Einnig verður tekið á móti áburðarpokum, taka þarf innri pokana úr og hafa þá sér.
  • Rúlluplastið verður að vera án spotta, nets og jafnframt hreint.

    Rúlluplastið verður ekki sótt til þeirra sem ekki tilkynna sig.

 

Hér má finna gagnlegar upplýsingar um frágang á rúlluplasti