• Um leið og kosið var til Alþingis, fór fram skoðunarkönnun á vegum sveitarstjórnar Húnavatnshrepps.
  • Spurt var, vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?
   • Þeir sem vildu að hafnar yrðu sameiningarviðræður Húnavatnshrepps við Blönduósbæ áttu að merkja við já, en þeir sem vilja það ekki áttu að merkja við nei.
    • Alls tóku 227 kjósendur þátt í skoðunarkönnunni og þar af 39 utankjörfundar.
    • Kjörstjórn taldi atkvæði og niðurstaðan varð eftirfarandi:
     • Já sögðu 147 eða 64.75%
     • Nei sögðu 76 eða 33,48
     • Auðir voru 4 eða 1,76%