• Sveitastjórn Húnavatnshrepps samþykkti samhljóða eftirfarandi á 236. fundi sínum þann 24. febrúar 2021:
    •  Sveitarstjórn Húnavatnshrepps mótmælir harðlega lokun útibús Arionbanka á Blönduósi. Ljóst er að á meðan Arionbanki lokar afgreiðslunni í nafni hagræðingar þá er verið skerða þjónustu og lífsgæði íbúanna á staðnum sem margir hverjir eru háðir því að þjónustan sé fyrir hendi. Þá eru það í meira lagi undarleg rök að lokunin sé gerð í hagræðingarskyni á sama tíma og bankinn skilar methagnaði ár eftir ár og greiðir milljarða í arð til eigenda sinna. Bankinn hefur ekki fært nein rök fyrir því að kostnaður við rekstur útibús á Blönduósi sé umfram veltutekjur og þjónustugjöld viðskiptavina sinna á staðnum.