• Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hélt 249. fund sinn, miðvikudaginn 27. október 2021.
  • Það helsta sem gert var er eftirfarandi:
   • Sveitarstjórn samþykkti að verða stofnaðili húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna byggingar íbúðahúsnæðis fyrir fatlað fólk á Blönduósi og Sauðárkróki.
   • Sveitarstjórn lítur jákvætt á  þátttöku í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
   • Ákvörðun um fasteignaskatt fyrir árið 2022, samþykkt samhljóða. (sjá hér)
   • Ákvörðun um útsvarshlutfall fyrir árið 2022, samþykkt samhljóða. (sjá hér)
   • Tillaga um námsstyrki 2022 samþykkt samhljóða. Upphæð námsstyrkja verður, 60.000 krónur á önn. (sjá hér)
   • Sveitarstjóri lagði fram skýrslu vegna stefnumörkunar ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi. 
    • Margar skemmtilegar tillögur eru í skýrslunni til dæmis: Uppbygginga á útsýnisstað á Þrándarhlíðarfjalli, lýsing og bætt aðgengi að Hvammsfossi, uppbygging við Gullstein, hótel bygging á Húnavöllum, útsýnispallur við Auðkúlurétt, gönguleið meðfram ströndinni frá Blönduósi að Þingeyrum og frá Þingeyrum að Hvítserk og margt fleira. (sjá hér)
   • Sveitarstjórn bókaði eftirfarandi vegna Byggðasamlags um brunavarnir í Austur Húnavatnssýslu:
    • Samstarf Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í Byggðasamlagi um brunavarnir hefur ekki verið á jafnréttisgrundvelli, varðandi framgang uppbyggingar nýrrar slökkvistöðvar. Framkvæmdum hefur verið stýrt með það fyrir augum að fullklára breytingar hússins í einum áfanga þvert á það sem fjárhagsáætlun ársins 2021. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps gekk út frá því að framkvæmdum yrði áfangaskipt og ekki kæmi til lántöku á þessu ári. Því kom það sveitarstjórn í opna skjöldu að framkvæmdum hefði verið stjórnað með þessum hætti. Blönduósbær hefur nú þegar lánað verulega fjármuni í áframhald framkvæmda án formlegrar heimildar stjórnar Byggðasamlagsins.  Miðað við stöðu framkvæmda, er aðstaða slökkuliðsmanna engan veginn boðleg og í raun algerlega ábyrgðarlaust að ekkert sé í raun fullbúið til notkunar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps sér því ekki annað fært en samþykkja ábyrgð á viðbótar láni sem meirihluti stjórnar Brunavarna hefur nú óskað eftir.

Hér má sjá fundargerð: