• Sveitarstjórn Húnavatnshrepps, hélt 248. fund sinn, mánudaginn 27. september 2021, hófst fundurinn klukkan 20:00.
    • Fór fundurinn fram á skrifstofu sveitarfélagsins á Húnavöllum.
      • Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti meðal annars, samhljóða að skipa 3 fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.  Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna í nóvember næstkomandi með það fyrir augum að kynning tillögunnar hefjist í desember og að kjördagur verði í janúar 2022. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma. Tillaga þessi var lögð fram í kjölfar niðurstöðu skoðanakönnunar sem lögð var fyrir íbúa Húnavatnshrepps þar sem um 65% íbúa lýstu sig fylgjandi sameiningarviðræðum við Blönduósbæ. 
        • Sveitarstjórn skipaði Jón Gíslason, oddvita, Ragnhildi Haraldsdóttur og Þóru Sverrisdóttur til setu fyrir hönd Húnavatnshrepps, sem aðalmenn í samstarfsnefnd.

Hér má sjá fundargerð fundarins: