Auglýsing á deiliskipulagi við Þrístapa í landi Sveinsstaða í Húnavatnshreppi.

Auglýsing á deiliskipulagi við Þrístapa í landi Sveinsstaða í Húnavatnshreppi. Í samræmi við samþykkt  sveitarstjórnar Húnavatnshrepps, 6. apríl 2018, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi við Þrístapa í landi Sveinsstaða í Húnavatnshrepp skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð.  Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010–2022.

Auglýsing-ráðgjafi

Húnavatnshreppur auglýsir eftir ráðgjafa, eða ráðgjafafyrirtæki til að vera ráðgefandi fyrir sveitarfélagið með framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum sem ferðamannastað og gestastofu (Agnesarstofu) í huga. Hér má finna auglýsinguna:

Fundir

Ráðrík ehf. hefur fundað með ýmsum félagasamtökum og heimsótt fyrirtæki í Austur-Húnavatnssýslu til að kalla fram viðhorf íbúa. 

Kattarauga

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnuar, Húnavatnshrepps og landeiganda Kornsár 2 í Vatnsdal unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.

Samþykkt sveitarstjórnar

Á síðasta fundi sínum samþykkti sveitarstjórn Húnavatnshrepps, tillögu þess efnis að auglýst yrði eftir ráðgjafa eða ráðgjafafyrirtæki til að starfa með sveitarfélaginu að framtíðar uppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu (Agnesarstofu). Gestastofan (Agnesarstofa) yrði staðsett í nágrenni Þrístapa.

Fundargerð sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps, kom saman á 200. fund sinn, miðvikudaginn 21. febrúar 2018. Hér má sjá fundargerð fundarins:

Fundarboð sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps, mun koma saman á 200. fund sinn, miðvikudaginn 21. febrúar næst komandi. Hér má finna dagskrá fundarins:

Söfnun á rúlluplasti

Söfnun á rúlluplasti: Rúlluplasti verður safnað saman í sveitarfélaginu, þriðjudaginn 6. febrúar og miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi.

Fundargerð sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman til fundar þann 24. janúar 2018. Var fundurinn haldinn á Húnavöllum. Hér má sjá fundargerð fundarins:

Heimasíða

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps ákvað það á fundi sínum þann 24. janúar 2018, að láta gera nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið. Stefna á Akureyri mun sjá um gerð hennar. Þeir íbúar Húnavatnshrepps sem vilja koma með ábendingar vegna þessa máls eru beðnir að senda fyrirspurn hér.