Kjörstjórn Húnavatnshrepps hóf móttöku framboðslista milli klukkan 10.00 og 12.00 laugardaginn 5. maí síðast liðinn. 

Þrjú (3) framboð skiluðu inn listum. Að lokinni móttöku var svo farið yfir alla framboðslista og gengið úr skugga um hvort listarnir væru gildir.

Kjörstjórn hefur úrskurðað að eftirfarandi framboð séu gild við sveitarstjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 

  • A-listi, Listi framtíðar
  • E-listi, Nýtt afl
  • N-listi, Nýtt framboð

 

Ragnar Bjarnason, formaður kjörstjórnar