• Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum. þann 21. október 2020, að skipa Jón Gíslason, oddvita og Ragnhildi Haraldsdóttur, varaoddvita í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
  • Í því felst að sveitarfélögin hefja formlegar sameiningarviðræður sem lýkur með kosningu íbúa. 
  •  Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna eigi síðar en 26. mars 2021.
  • Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.