Sveitarstjórn Húnavatnshrepps afgreiddi á fundi sínum fjárhagsáætlun ársins 2019.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:

  • Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 eins og undan farin ár er lögð áhersla á aðhald í rekstri. Jafnframt verður haldið áfram að viðhalda eignum sveitarfélagins.
  • Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar ársins 2019 fyrir samstæðu A- og B-hluta sveitarsjóðs er jákvæð og innan fjármálareglna, sem gilda um rekstur sveitarfélaga, um skuldaviðmið og jafnvægi í rekstri. Skuldahlutfallið er skv. áætlun um 50% fyrir árið 2019 en má skv. ákvæðum fjármálareglna mest vera 150%.
  • Á liðnum árum hefur sveitarstjórn Húnavatnshrepps almennt hækkað gjaldskrár í samræmi við verðlagsbreytingar og er sami háttur hafður á fyrir árið 2019. Þó skal nefnt að vistunargjald leikskóla og gjaldskrá fyrir skólamötuneyti eru ekki hækkuð.
  • Í fjárhagsáætlun ársins 2019 eru álagningaprósentur fasteignagjalda óbreyttar frá fyrra ári. Á árinu 2019 er gert ráð fyrir fjárfestingum og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins að fjárhæð um 91.000.000 kr.. Þessar framkvæmdir eru mögulegar vegna góðrar eiginfjárstöðu sveitarfélagsins.
  • Auk hefðbundinna viðhaldsframkvæmda skal einnig nefnt að stefnt er að því að klæða kennslustofuálmu að utan og endurbæta íbúðarhúsnæði í austurenda skólahúsnæðis á árinu 2019. Áfram verður unnið að öðrum endurbótum skólahúsnæðis Húnavallaskóla og öðrum fasteignum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið taki lán á árinu 2019 að upphæð krónur 50.000.000 til að standa undir viðhaldsframkvæmdum.
 • Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2019:
 • A-hluti sveitarfélagsins er lagður fram með 32.230.000 kr. tekjuafgangi.
 • B-hluti sveitarfélagsins er lagður fram með 5.320.000 kr. rekstrarhalla.
 • Samstæðan er því lögð fram með 26.910.000 kr. tekjuafgangi.
 • Tekjur samstæðunnar eru áætlaðar 506.745.000 kr.
 • Gjöld samstæðunnar eru áætluð 470.787.000 kr. án fjármagnsliða.
 • Fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 9.048.000 kr.
 • Veltufé frá rekstri er áætlað um 51.855.000 kr.
 • Gert er ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu á árinu 2019 upp á kr. 79,8 milljónir.
 • Stærsta einstaka framkvæmdin á árinu 2019 er áframhaldandi viðhald Húnavallaskóla.
 • Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á liðnum árum er fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. Sífellt erfiðara verður að uppfylla kröfur um að áætlanir sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu vegna aukins kostnaðar við nær alla málaflokka. Þar vegur aukinn launakostnaður þyngst, á meðan tekjur hafa ekki aukist í sama hlutfalli. Því er afar mikilvægt að halda áfram að sýna ráðdeild í rekstri.

Hér má finna fjárhagsáætlun