• Á 252. fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var þann 15. desember 2022, var fjárhagsáætlun ársins 2022 samþykkt samhljóða.
 • Oddviti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
  •     Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 eins og undanfarin ár er lögð áhersla á aðhald í rekstri. Jafnframt verður haldið áfram að viðhalda eignum sveitarfélagins.

   Á liðnum árum hefur sveitarstjórn Húnavatnshrepps almennt hækkað gjaldskrár í samræmi við verðlagsbreytingar og er sami háttur hafður á fyrir árið 2022. Þó skal nefnt að vistunargjald leikskóla og gjaldskrá fyrir skólamötuneyti verða ekki hækkuð.

   Í fjárhagsáætlun ársins 2022 eru álagningaprósentur fasteignagjalda A- flokks með álagi og eru óbreyttar á milli ára, eða 0.625%. Á árinu 2022 er gert ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu upp á kr. 73.557.000 í A-hluta og kr. 38.155.000 í B-hluta.

   Auk hefðbundinna viðhaldsframkvæmda er stefnt að viðhaldi á Félagsheimilinu Húnaveri að upphæð 22.500.000 kr. og Félagsheimilinu Dalsmynni að upphæð 11.000.000 kr. Allt að 32 milljónir eru settar í viðhald rétta og girðinga á árinu 2022, þar af Auðkúlurétt um 15 milljónir. Áfram verður unnið að endurbótum á öðrum fasteignum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið taki lán á árinu 2022 allt að upphæð krónur 90.000.000 til að standa undir viðhaldsframkvæmdum. 

   Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar ársins 2022 fyrir samstæðu A- og B-hluta sveitarsjóðs er jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 33.394.000 kr. 

  • Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2022:

   A-hluti sveitarfélagsins er lagður fram með 14.767.000 kr. tekjuafgangi, án afskrifta og fjármagnsgjalda. Fjármunatekjur fjármagnsgjöld eru neikvæð um 13.127.000 kr. A-hluti er því lagður fram með rekstrarafgangi að upphæð 1.640.000 kr. án afskrifta, með afskriftum 15.716.000. í tapi.

   B-hluti sveitarfélagsins er lagður fram með 18.627.000 kr. tekjuafgangi, án afskrifta og fjármagnsgjalda. Fjármunatekjur fjármagnsgjöld eru neikvæð um 10.599.000 kr. B-hluti er því lagður fram með rekstrarhagnaði að upphæð 8.028.000 kr. án afskrifta, með afskriftum, rekstrartap 3.380.000 kr.

   Samstæðan er því lögð fram með 19.096.000 kr. tekjutapi.

   Tekjur samstæðunnar eru áætlaðar 517.650.000 kr.

   Gjöld samstæðunnar eru áætluð 484.256.000 kr. án fjármagnsliða, þar af laun og launatengd gjöld 229.896.000 kr.

   Fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir um 23.726.000 kr.

   Afskriftir eru áætlaðar um 28.765.000 kr.

   Vaxtagjöld og verðbætur eru áætlaðar 25.986.000 kr.

   Veltufé frá rekstri er áætlað um 22.040.000 kr.

   Stærstu einstöku framkvæmdirnar á árinu 2022 er viðhald á Dalsmynni, Húnaveri og Auðkúlurétt. Jafnframt er það til skoðunar að Fasteignir Húnavatnshrepps ehf., ráðist í byggingu á parhúsi við Steinholt.

  • Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á liðnum árum er fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. Sífellt erfiðara verður að uppfylla kröfur um að áætlanir sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu vegna aukins kostnaðar við nær alla málaflokka. Þar vegur aukinn launakostnaður þyngst meðal annars vegna styttingu vinnuvikunar á meðan tekjur hafa ekki aukist í sama hlutfalli.

Hér má sjá fjárhagsáætlunina í heild sinni: