• Auglýsing um Skipulagsmál í Húnavatnshreppi
 • Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022:
 • Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna nýs afþreyingarog ferðamannasvæðis fyrir gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði og vatnsvernd.
  • Um er að ræða breytingu vegna nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis fyrir gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði og vatnsvernd. Á sama tíma er auglýst deiliskipulag fyrir sama svæði.
   • Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
    • Deiliskipulag við Gedduhöfða á Grímstunguheiði.
     • Á nýju svæði er ætlunin að reisa nýjan gangnamannaskála, allt að 500m2 með gistipláss fyrir 60 manns. 300m2 hesthús og aðrar byggingar 200m2. Nýr skáli mun þjóna gangnamönnum en gæti nýst breiðari hópi svo sem ferðamönnum. Á sama tíma er auglýst breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Skipulagsfulltrúi Húnavatnshrepps,
Þorgils Magnússon

Hér má sjá auglýsingu:

Hér má sjá greinargerð:

Hér má sjá kort:

Hér má sjá lóðablað: