- Auglýsing um Skipulagsmál í Húnavatnshreppi
- Aðalskipulag.
- Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst til kynningar skipulags- og matslýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022
- Um er að ræða breytingu vegna gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði.
- Á sama tíma verður gert deiliskipulag fyrir lóðina Gedduhöfða á Grímstunguheiði.
- Lýsingin á aðalskipulagsbreytingin og nýju deiliskipulagi verða til sýnis á skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum og á skrifstofu skipulagsfulltrúa Húnavatsnhrepps, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi frá 02. febrúar 2021 til 19. febrúar 2021.
- Skipulagslýsingin er aðgengileg hér:
- Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá skipulagsfulltrúa.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlögð gögn til 19. febrúar 2021. Skila skal athugasemdum skriflega til skipulagsfulltrúa, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið: byggingarfulltrui@hunavatnshreppur.is
Skipulagsfulltrúi Húnavatnshrepps,
Þorgils Magnússon