• Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi á 227. fundi sínum þann 30. apríl 2020, vegna endurúthlutunar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
    • Sveitarstjórn Húnavatnshrepps vill benda á hróplegt ósamræmi í úthlutunum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020. Jafnframt vill sveitarstjórn lýsa yfir vonbrigðum yfir því að verkefni í landshlutanum hafa ekki fengið styrki í annarri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Það er ekki hægt að una við að landshlutanum sé haldið á ís þegar kemur að uppbyggingu ferðamannastaða. Sveitarstjórn brýnir stjórnvöld til að horfa til svæðisins varðandi framtíðarúthlutanir úr sjóðnum.