Friðrik Halldór Brynjólfsson, hefur verið ráðinn sem aðalbókari sveitarfélagsins. Friðrik er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað síðustu ár hjá KPMG, Sauðárkróki.  Friðrik er í sambandi með Nínu Hrefnu Lárusdóttur og eiga þau soninn, Aron Frey og búa þau á Bólstað.

Við bjóðum Friðrik velkominn til starfa, hann hóf störf þann 1. september síðast liðinn.