Húnavallaskóli

Húnavatnshreppur

Fréttir

Stórbingó Húnavallaskóla

Bingóhátíð Húnavallaskóla var haldin föstudaginn 5. mars og var hátíðin afar vel heppnuð og fjölsótt. 
Þrátt fyrir leiðinlegt veður mættu á fjórða hundrað gestir enda er stórbingó Húnavallaskóla þekkt fyrir fjölmarga og góða vinninga og ekki spillir kaffihlaðborðið sem fylgir á eftir.  Undirbúningur fyrir hátíðina er í höndum 9. bekkjar og hefur staðið meira og minna frá því í byrjun janúar.  Krakkarnir hafa verið duglegir við að safna vinningum og hafa allsstaðar mætt velvilja hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem til hefur verið leitað.  Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda 9. bekkjar.     


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning