Húnavatnshreppur

Húnavatnshreppur

Ţórormstungurétt

Afréttarland fyrir Þórormstungu eru  Bót, Tunguhálsar og Austurhálsar (sem eru fyrir framan Sauðárdal og vestur að Vatnsdalsá).

Þórormstungurétt er staðsett innst í Vatnsdal, austanverðum,  við bæinn Þórormstungu, undir Tungumúla í Tungunni milli Vatnsdalsár og Tunguár.

Í Þórormstungu bjó Þórormur er kom út með Ingimundi gamla, að sögn Vatnsdæla sögu. Um miðja 19. öld bjó þar Jón Bjarnason (um 1791-1861), sjálflærður stærð- og stjörnufræðingur. Hann reiknaði almanök, sól- og tunglmyrkva, og var athugull um marga hluti. Hann sýndi til dæmis fram á að ket maðkar ekki ef fluga kemst ekki að því og að lús kviknar ekki á mönnum að sjálfu sér eins og menn trúðu almennt. Eftir hann liggja mikil handrit um stjörnufræði og náttúrufræði.

(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson, 1980)

 

ÞÓRORMSTUNGURÉTT 2006:
Þórormstungurétt verður mánudaginn 11. september. 

Mynd augnabliksins

Teljari

Í dag: 113
Samtals: 760072

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning