Húnavatnshreppur

Húnavatnshreppur

Stafnsrétt

Afréttarlandið sem smalað er fyrir Stafnsrétt er Eyvindarstaðaheiði.

Stafnsrétt er í Svartárdal, stendur á áreyrum þar sem Stafnsgil og Fossá koma saman og heita síðan Svartá. Margt fjár og hrossa er rekið af Eyvindarstaðaheiði og úr Bugum til Stafnsréttar. Er þar jafnan mikið um að vera, einkum við hrossaréttir.

Gamla réttin, að hluta til torf- og grjóthlaðin, var aflögð fyrir rúmlega tuttugu árum síðan en nýja réttin er að miklu leyti gerð af trégrind á gömlum símastaurum og er net strengt á trén. Réttin er hringlaga, dilkar langir og mjóir og merktir bæjum. Hin nýja rétt var tekin í notkun 14. september 1978.

Söknuðu margir gömlu réttarinnar, eins og Jóhann Guðmundsson (1924-) í Stapa í Tungusveit sem mælti fram þessar hendingar við réttarvígsluna:

 

Réttin ný er reynd í dag,

runnin gömul saga.

Þetta er allt með öðrum brag

en í fyrri daga.

 

Eftir að afréttargirðing kom milli Blöndu og Svartárdals í Skagafirði kemur langtum færra fé til Stafnsréttar en áður var því að smalað er frá girðingu 2-3 vikum fyrir göngur.

Sá hörmungaratburður varð við Stafnsrétt á réttardaginn (23. september) 1976 að á 5. hundrað fjár drukknaði í Svartá er girðing í nátthólfi brast þegar reka átti féð í réttina.

 

(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson, 1980)

 

RÉTTARDAGAR Í STAFNSRÉTT 2007:

Fyrri réttardagur í Stafnsrétt verður 8. september og hefst árdegis kl. 7.30.

Seinni réttardagur þar sem heimalönd eru smöluð verður 15. september og hefst af lokinni smalamennsku um kl. 15.30.

Mynd augnabliksins

Teljari

Í dag: 113
Samtals: 760072

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning