H˙navatnshreppur

Húnavatnshreppur

JafnrÚttisߊtlun H˙navatnshrepps


Jafnréttis og framkvæmdaráætlun Húnavatnshrepps.

 

  1. Inngangur

Jafnréttisáætlun Húnavatnshrepps byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis og starfsmanna sveitarfélagsins og þjónustu sem stofnanir hreppsins veita íbúum.

 

  1. Markmið

Markmið jafnréttisáætlunar er að stuðla að jafnri stöðu karla og kvenna í Húnavatnshreppi og tryggja að bæði kyn geti nýtt sér það lagalega jafnrétti sem það á rétt á. Þetta á við um menntun, atvinnulíf og félagslíf. Húnavatnshreppur leggur áherslu á að bæði kyn njóti sömu tækifæra til launa, vinnu og áhrifa í sveitarfélaginu.

 

  1. Ákvæði vegna starfsmanna sveitarfélagsins

a. Nefndir og ráð: Við skipan í nefndir og ráð skal þess gæt að hlutföll kynja séu sem jöfnust til að tryggt sé að áhrif karla og kvenna við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu séu sem jöfnust.

Aðgerðaráætlun:

Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum Húnavantshrepps skal gæta þess að hlutfall kynja sé sem jafnast.

Gera skal könnun að lágmarki á fjögurra ára fresti.

      Framkvæmd. Sveitarstjóri Húnavatnshrepps

      Ábyrgð. Sveitarstjórn

      Tímarammi:  Fyrsta könnun 01.09.2015

 

 b.  Auglýsingar og ráðningar starfsmanna: Jafnréttisnefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að auglýsa lausar stöður til umsóknar. Auglýsingar skulu vera aðgengilegar öllum.

Aðgerðaráætlun:

Samantekt á kynjahlutföllum í öllum starfshópum ásamt yfirliti yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.

      Framkvæmd:  Sveitarstjóri Húnavantshrepps

      Ábyrgð:  Sveitarstjórn

      Tímarammi:  Fyrstu úttekt skal lokið 01.09. 2012

 

c. Starfsmannakjör: Við ákvörðun launa og annarra starfskjara, útlhutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir skal þess gætt að mismuna ekki eftir kynferði sbr.24. gr.laga nr.10/2008. Því skal leitast við að meta jafnt mismunandi starfssvið, reynslu og menntun kvenna og karla. Gæta skal þess að konur og karlar njóti að öllu leyti sambærilegra launa og starfsaðstæðna með vísan í lög nr.10/2008.

Aðgerðaráætlun:

Árleg greining skal gerð á launum og starfskjörum starfsmanna og leiðrétta ef óútskýranlegur munur kemur í ljós.

      Framkvæmd:  Skrifstofa Húnavatnshrepps

      Ábyrgð:  Sveitarstjóri.

      Tímarammi: 1.janúar-30. apríl.

 

4. Fjölskyldu, íþrótta- og æskulýðsmál

Sveitarfélagið og stofnanir þess skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfskyldur og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.

 

Stúlkum og drengjum skulu veitt sömu tækifæri til íþróttaiðkana og njóta sömu fjárveitinga á vegum hreppsins til íþrótta- og tómstundaiðkunnar. Þess skal gætt að drengir og stúlkur hafi sömu möguleika til sumarstarfa á vegum hreppsins.

 

Því er beint til yfirvalda grunn- og leikskóla að vinna að því að jafna stöðu kynjanna og veita börnum og unglingum hvatningu til að nýta hæfileika sína til fulls, bera virðingu hvert fyrir öðru og efla jákvæð samskipti kynjanna.

Aðgerðaráætlun:

Sveitarfélagið og stofnanir þess skulu hvetja bæði kynin að nýta sér þann rétt sem þau hafa til töku fæðingarorlofs.  Kanna skal árlega hvernig gengur að framfylgja ofangreindum tilmælum.

      Framkvæmd: Forstöðumenn stofnana og sveitarstjóri.

      Ábyrgð:  Sveitarstjóri.

      Tímarammi:  Kannanir gerðar í janúar ár hvert.  Jafnrétisnefnd ákveði framhald í kjölfar niðurstöðu.

 

5. Fræðsla og ráðgjöf

Fræðsla um jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna skal vera virkur þáttur í starfi sveitarfélagsins. Fylgjast skal með endurmenntun í sveitarfélaginu og skulu stjórnendur stofnanna í sveitarfélaginu beita sér fyrir því að slíkir möguleikar séu fyrir hendi sem geti aukið tækifæri kvenna og karla til atvinnu og menntunar.

Aðgerðaráætlun:

Árleg greining á sókn kvenna og karla í endurmenntunarnámskeið og starfsþjálfun.

      Framkvæmd: Forstöðumenn stofnana skila upplýsingum árlega til skrifstofu    Húnavatnshrepps til úrvinnslu.

      Ábyrgð: Sveitarstjóri.

      Tímarammi: Lokið í desember ár hvert, fyrst árið 2012.

 

6. Kynning, endurskoðun og eftirfylgni.

Jafnréttisnefnd skal fylgjast með og hafa frumkvæði að aðgerðum til að tryggja jafna stöðu kynjanna í Húnavatnshreppi, einnig skal nefndin hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar til fjögurr ára í senn.

Áætlunin skal endurskoðuð eftir þörfum, ekki seinna en fjórum árum frá samþykkt hennar.

Jafnréttisáætlun þessi skal kynnt íbúum hreppsins, stofnunum og starfsmönnum þeirra.

 

 

 

 

Samþykkt á fundi hreppsnefndar Húnavatnshrepps 2. maí 2012.

 

 

Mynd augnabliksins

Teljari

═ dag: 113
Samtals: 760072

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning