H˙navatnshreppur

Húnavatnshreppur

H˙navatnshreppur

Húnavatnshreppur varð til við sameiningu fimm sveitahreppa og tók nýtt sameinað sveitarfélag þessara hreppa til starfa í júní árið 2006.  Húnavatnshreppur er um 3.800km2 að stærð og nær yfir stóran hluta Austur-Húnavatnssýslu.

Hreppsnefnd var fyllilega ljóst mikilvægi þess að íbúar svo  dreifbýls sveitarfélags stæðu jafnfætis öðrum íbúum landsins hvað fjarskiptaþjónustu varðar, því var lögð rík áhersla á það í upphafi að byggja upp þráðlaust internetsamband í sveitarfélaginu.

Heimasíða Húnavatnshrepps sem opnuð var vorið 2006, er einn mikilvægur liður í rafrænni þjónustu sveitarfélagsins og gefur möguleika á að koma ýmsum upplýsingum til íbúanna, jafnframt því að auðvelda íbúum aðgang að stjórnkerfi sveitarfélagsins.

Stjórnsýslu sveitarfélagsins var komið fyrir að Húnavöllum.  Hreppsnefnd leggur mikla áherslu á uppbyggingu við Húnavallaskóla.  Reistur hefur verið upphitaður sparkvöllur við skólann.  Leikskóla var reistur og opnaður árið 2008 og skipulagðar hafa verið íbúðahúsalóðir við Steinholt.

Það er eitt af hlutverkum hreppsnefndar að vinna áfram að bættum lífsgæðum og að þróa með íbúunum samfélag sem mun skila okkur betri þjónustu, aukinni velferð og bættu umhverfi.

Sveitarstjóri

Mynd augnabliksins

Teljari

═ dag: 59
Samtals: 741084

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning