Húnavatnshreppur

Húnavatnshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd

Í skipulags- og byggingarnefnd eiga sæti þrír fulltrúar, sem sveitastjórn kýs til fjögurra ára, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Kosningar fara fram samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga, og samþykktar um stjórn og fundarsköp Húnavatnshrepps. Á sama hátt eru kjörnir þrír fulltrúar til vara. 

Nefndin heyrir beint undir sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarfulltrúi starfar með nefndinni.


Hlutverk nefndarinnar er að:

 • móta stefnu í skipulags- og byggingarmálum sveitarfélagsins.
 • vera sveitarstjórn til ráðgjafar og veita umsögn um erindi er tengjast skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu
 • fylgjast með framkvæmd laga og reglugerða er snerta starfssvið nefndarinnar.
 • hafa forgöngu um gerð skipulagstillagna og fjalla um þær tillögur sem nefndinni berast.
 • tryggja að framkvæmd skipulags- og byggingarmála verði ávallt í samræmi við markmið gildandi aðalskipulagsáætlunar og deiliskipulagsskilmála á hverjum tíma.
 • fjalla um umsóknir um leyfi til bygginga og annarra verklegra framkvæmda
 • stuðla að kynningu til almennings og fyrirtækja um málefni sem eru á verksviði nefndarinnar.
 • gera tillögur til sveitarstjórnar um markmið og úrbætur í þessum málaflokkum.
 • hafa eftirlit með því að samþykkt markmið sveitarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
 • gera tillögur að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar um útgjaldaliði byggingareftirlits og skipulagsgerðar
 • vinna önnur þau verkefni er sveitarstjórn felur nefndinni og falla að starfssviði hennar.


Aðalmenn:

Kristján Jónsson, formaður                                        Stóradal 

Ingibjörg Sigurðardóttir, varaformaður                       Auðólfsstöðum

Fanney Magnúsdóttir, ritari                                        Eyvindarstöðum


 Varamenn:

Pétur Sæmundsson

Elín Aradóttir

Jóhann Guðmundsson

Mynd augnabliksins

Teljari

Í dag: 113
Samtals: 760072

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning