Húnavatnshreppur

Húnavatnshreppur

Fréttir

Bókun sveitarstjórnar

Eftirfarandi bókun var lögđ fram á 198. fundi sveitarstjórnar ţann 13. desember 2017

Viđ gerđ fjárhagsáćtlunar fyrir áriđ 2018 eins og undan farin ár er lögđ áhersla á ađhald í rekstri. Jafnframt verđur haldiđ áfram ađ viđhalda eignum sveitarfélagins.

Rekstrarniđurstađa fjárhagsáćtlunar ársins 2018 fyrir samstćđu A- og B-hluta sveitarsjóđs er jákvćđ og innan fjármálareglna, sem gilda um rekstur sveitarfélaga, um skuldaviđmiđ og jafnvćgi í rekstri. Skuldahlutfalliđ er skv. áćtlun um 40% fyrir áriđ 2018 en má skv. ákvćđum fjármálareglna mest vera 150%.

Á liđnum árum hefur sveitarstjórn Húnavatnshrepps almennt hćkkađ gjaldskrár í samrćmi viđ verđlagsbreytingar og er sami háttur hafđur á fyrir áriđ 2018. Ţó skal nefnt ađ vistunargjald leikskóla og gjaldskrá fyrir skólamötuneyti eru ekki hćkkuđ.

 Í fjárhagsáćtlun ársins 2018 eru álagningaprósentur fasteignagjalda óbreyttar frá fyrra ári. Á árinu 2018 er áfram gert ráđ fyrir talsverđum fjárfestingum og framkvćmdum á vegum sveitarfélagsins. Ţessar framkvćmdir eru mögulegar vegna góđrar eiginfjárstöđu sveitarfélagsins.

Auk hefđbundinna viđhaldsframkvćmda skal einnig nefnt ađ lokiđ verđur ađ leggja ljósleiđara um sveitarfélagiđ á árinu 2018. Áfram verđur unniđ ađ endurbótum skólahúsnćđis Húnavallaskóla og öđrum fasteignum sveitarfélagsins. Gera má ráđ fyrir ađ sveitarfélagiđ eđa B deildarfélög ţess taki lán á árinu 2018 til ađ standa undir viđhaldsframkvćmdum.

Helstu niđurstöđur fjárhagsáćtlunar 2018:

•              A-hluti sveitarfélagsins er lagđur fram međ 12.525.000 kr. tekjuafgangi.

•              B-hluti sveitarfélagsins er lagđur fram međ 2.871.000 kr. rekstrarhalla.

•              Samstćđan er ţví lögđ fram međ 9.654.000 kr. tekjuafgangi.

•              Tekjur samstćđunnar eru áćtlađar 484.701.000 kr.

•              Gjöld samstćđunnar eru áćtluđ 463.607.000 kr. án fjármagnsliđa.

•              Fjármagnsliđir eru áćtlađir neikvćđir um 11.440.000 kr.

•              Handbćrt fé frá rekstri til greiđslu afborgana lána og til fjárfestinga er um kr. 23 millj.

•              Gert er ráđ fyrir eignfćrđri fjárfestingu á árinu 2018 upp á kr. 32,5 milljónir.

•              Stćrsta einstaka framkvćmdin á árinu 2018 er áframhaldandi viđhald Húnavallaskóla.

Ţrátt fyrir miklar framkvćmdir á liđnum árum er fjárhagsstađa sveitarfélagsins góđ. Rétt er ađ geta ţess ađ stćrsta framkvćmd sem sveitarfélagiđ hefur ráđist í er lagning ljósleiđara um sveitarfélagiđ. Sífellt erfiđara verđur ađ uppfylla kröfur um ađ áćtlanir sýni jákvćđa rekstrarniđurstöđu vegna aukins kostnađar viđ nćr alla málaflokka. Ţar vegur aukinn launakostnađur ţyngst, á međan tekjur hafa ekki aukist í sama hlutfalli. Ţví er afar mikilvćgt ađ halda áfram ađ sýna ráđdeild í rekstri.Mynd augnabliksins

Teljari

Í dag: 16
Samtals: 757797

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning