H˙navatnshreppur

Húnavatnshreppur

14. fundur hreppsnefndar

 

Föstudaginn 7. júlí  2006 kom  hreppsnefnd Húnavatnshrepps saman til fundar að Húnavöllum. kl. 13.00. Björn Magnússon  setti fundinn og stjórnaði honum. Þorleifur Ingvarsson ritaði fundargerð.  Jóhanna E. Pálmadóttir hafði boðað forföll og sat Þóra G. Þórsdóttir fundinn í hennar stað. Mæting á fundinn  að öðru leiti samkvæmt undirskriftum.  

 
                                     dagskrá.
                       

1.      Minjavörður Norðurlands vestra mætir á fundinn.

2.      Umsóknir um stöðu sveitarstjóra Húnavatnshrepps.

3.      Skipulagsmál.
 
4.      Fráveitumál.

5.      Erindisbréf nefnda.

6.      Erindi landbótasjóðs Búnaðarfélags Svínavatnshrepps.

7.      Viðhald fjallvega í sveitarfélaginu.
 
8.      Beiðni um skólavist utan skólahverfis.
 
9.      Fundargerðir.

            a) Byggingarnefndar frá 22.06.

            b) Fræðslunefndar frá 28.06.

10. Önnur mál.
 
 

1.      Minjavörður Norðurlands vestra mætir á fundinn.

Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfssviði sínu og fór yfir þær reglur sem gilda varðandi fornleifaskráningu við gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulags. Síðan svaraði Þór spurningum fundarmanna og ræddi m.a. um Brattarhlíðarbæinn í Svartárdal. Að svo loknu yfirgaf Þór fundinn.

 

2.      Umsóknir um stöðu sveitarstjóra Húnavatnshrepps.

Eftirtalin sóttu um starf sveitarstjóra Húnavatnshrepps.

Einar Björn Bjarnason, Raufarhöfn
Einar Kolbeinsson, Bólstaðarhlíð
Helgi S Harrýsson, Kópavogi
Jens Pétur Jensen, Egilsstöðum
Ólöf S. Pálmadóttir, Blönduósi
Róbert T. Árnason, Reykjavík
Róbert Örvar Ferdinandsson, Reykjavík
Þorsteinn Thorlacius, Seltjarnarnesi

Eftir að fundarmenn höfðu farið yfir umsókirnar var samþykkt að fá Garðar Jónsson hjá Glax ráðgjöf til að fara yfir umsóknirnar ásamt oddvita og varaoddvita.

3.      Skipulagsmál.

Fyrirliggjandi uppkast að deiliskipulagi við Steinholt, sem unnið er af  verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki, og kynnt var á síðasta fundi hreppsnefndar, var tekið til afgreiðslu.

Samþykkt var samhljóða að láta fullvinna fyrirliggjandi skipulagsdrög og koma deiliskipulaginu í auglýsingu.

 

4.      Fráveitumál.

Fyrir liggur úttekt á fráveitumálum í hluta sveitarfélagsins. Úttektin var unnin af Bjarna Þór Einarssyni byggingarfulltrúa og Sigríði Hjaltadóttur heilbrigðisfulltrúa.

Samþykkt var að sveitarfélagið muni greiða, þar sem endurbóta er þörf við íbúðarhús,  fyrir rotþrær  og niðursetningu á þeim einnig gerð siturlagna.
Eigandi greiðir tengingar við rotþró og lagnir frá siturlögn. Skilyrði er að föst búseta sé í íbúðarhúsnæðinu.

Verkáætlun verður unnin þegar úttekt er lokið á öllu svæðinu.

 

5.      Erindisbréf nefnda.

Uppkast að erindisbréfum fyrir fræðslunefnd, fjallskilanefndir, atvinnumálanefnd, félagsmálanefnd og samgöngu og fjarskiptanefnd lágu fyrir fundinum.
Miklar umræður urðu um erindisbréfin og nokkrar breytingar gerðar á þeim.
Breytingar á erindisbréfum verða færðar inn og  þau síðan send til hreppsnefndarmanna.

 

6.      Erindi Landbótasjóðs Búnaðarfélags Svínavatnshrepps.

Erindi frá Landbótasjóði Búnaðarfélags Svínavatnshrepps lá fyrir fundinum, en það varðar aðkomu Húnavatnshrepps að uppgræðslu á Auðkúluheiði.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt með sex atkvæðum.
Hreppsnefnd Húnavatnshrepps hafnar fyrirliggjandi erindi á þeim forsendum að þeim fjármunum sem greiddir voru Torfalækjarhreppi vegna uppgræðslunnar var eftir ákvörðun hreppsnefndar Torfalækjarhrepps varið til annara hluta.

 

7.      Viðhald fjallvega í sveitarfélaginu

Svarbréf hafa borist frá Vegagerðinni vegna umsókna um fjárframlög til viðhalds fjallvega í sveitarfélaginu. Samþykkt var að veita 800.000 kr í heiðarvegi innan fyrrum Áshrepps en að öðru leiti var umsókum hafnað.

 

8.      Beiðni um skólavist utan skólahverfis

Erindi bókað í trúnaðarbók.
 
 

9.      Fundargerðir.

a)      Byggingarnefndar frá 22.06.

Fundargerð byggingarnefndar frá 22.06 var tekin til afgreiðslu. Fundargerðinn er í tíu liðum.

Fundargerðin var borin upp og samþykkt.
Björn sat hjá við afgreiðslu 5 og 6 liðar fundargerðarinnar vegna tengsla við málið.

b)      Fræðslunefndar frá 28.06.

Fundargerð fræðslunefndar frá 28.06 var tekin til afgreiðslu.

Varðandi ráðningu á skólaliða við Húnavallaskóla næsta skólaár þá mælir fræðslunefnd með ráðningu Sveinfríðar U. Halldórsdóttur í starfið.
Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að ráða Sveinfríði í starf skólaliða næsta skólaár svo og fundargerðina í heild sinni.

10. Önnur mál.

a)      Rætt var símasamband í Áfanga og hvað aðgerðir þarf að gera til að ná fullnægjandi símasambandi á staðnum. Samþykkt var samhljóða að verja u.þ.b 300.000 kr. í verkefnið.

b)      Reikningar Ámundarkinnar, árið 2005 lagðir fram til kynningar.
Reikningar Hjallaness ehf, árið 2005 lagðir fram til kynningar.

c)      Kynnt var fundarboð á landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga 27-29 sept nk.

d)      Bréf frá Bændasamtökum Íslands lagt fram til kynningar.

e)      Kynntir voru samningar um nytjaskóga annarsvegar á Ásum og hinsvegar á Þingeyrum.

 

Fleira ekki gert fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 18.00.
                                               
Björn Magnússon
Jón Gíslason
Ólöf Birna Björnsdóttir
Gróa M Lárusdóttir
Tryggvi Jónsson
Birgir Ingþórsson
Þóra G Þórsdóttir                                                        
 
 
 
 
H÷fundur: Jˇhanna - UppfŠrt: 21.08.2006

Mynd augnabliksins

Teljari

═ dag: 17
Samtals: 757798

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning