H˙navatnshreppur

Húnavatnshreppur

09. fundur hreppsnefndar

 

Miðvikudaginn 3. maí 2006 kom hreppsnefnd Húnavatnshrepps saman til fundar að Húnavöllum, kl. 13.00. Björn Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum. Þorleifur Ingvarsson ritaði fundargerð. Brynjólfur Friðriksson boðaði forföll og Birgitta H Halldórsdóttir sat fundinn í hans stað. Mæting á fundinn að öðru leiti samkvæmt undirskriftum.

 

Björn lagði til að bætt verði á dagskrá, aðalfundarboði Vilko h/f og styrkbeiðni frá Húnakórnum í Reykjavík, og var það samþykkt samhljóða.


     Dagskrá.

 

1.      Erindi frá Rarik vegna heitavatnsleitar á Reykjum.

2.      Erindi frá Skipulagsstofnun.

3.      Refa og minkavinnsla.

4.      Námsstyrkir, nánari útfærsla.

5.      Jafnréttisáætlun Húnavatnshrepps, fyrri umræða.

6.      Erindi frá Hagþjónustu landbúnaðarins varðandi lögbýlaskrá.

7.      Erindi frá félagsmála- og fræðslunefnd Húnavatnshrepps.

8.      Skýrsla Byggðastofnunar varðandi norðurslóðaáætlum ESB.

9.      Aðalfundarboð Hveravallafélagsins ehf.

10.      Aðalfundarboð Vilko hf.

11.      Styrkbeiðni Ungmennafélags Bólstaðarhlíðarhrepps.

12.      Styrkbeiðni frá Húnakórnum Reykjavík.

13.      Fundargerðir.

a)      Jafnréttisnefndar frá 03.03 og 06.04. 2006.

b)      Byggðasamlags Húnavallaskóla frá 06.04.

14.      Önnur mál.

 
1.      Erindi frá Rarik vegna heitavatsleitar á Reykjum.
Málið var rætt og Birni og Ólöfu Birnu falið að ræða við forsvarsmenn Rarik.
 

2.      Erindi frá Skipulagsstofnun.
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn hreppsnefndar Húnavatnshrepps vegna hugmynda  Leiðar ehf. um lagningu nýs vegar norðan Svínavatns  yfir í Langadal.
Björn lagði til að afstaða hreppsnefndar frá 22.02.( 5. fundi hreppsnefndar) verði áréttuð í svari til Skipulagsstofnunar.
Eftir nokkrar umræður  var tillaga Björns samþykkt samhljóða  með öllum atkvæðum.


3.      Refa og minnkavinnsla.
Rætt var um nauðsyn á samræmingu á minka og refavinnslu á svæðinu.
Ákveðið var að fela Tryggva og Birgi að skoða þau mál.
Fram kom að veiddir hafa verið um100 refir í sveitarfélaginu frá áramótum.


4.      Námsstyrkir nánari útfærsla.
Rætt var um reglur um námsstyrki til framhaldsskólanema í sveitarfélaginu .
Ákveðið var að útfæra reglurnar nánar fyrir haustið.
 

5.      Jafnréttisáætlun Húnavatnshrepps, fyrri umræða.

Jafnréttisnefnd Húnavatnshrepps hefur unnið tillögu að jafnréttisáætlun fyrir Húnavatnshrepp. Málið var rætt og síðan vísað til síðari umræðu.


6.      Erindi frá Hagþjónustu landbúnaðarins.
Fyrir fundinum lá skrá yfir lögbýli og ábúendur á þeim í Húnavatnshreppi frá Hagþjónusta landbúnaðarins.
Birni og Þorleifi var falið að yfirfara skrárnar.


7.      Erindi frá félagsmála- og fræðslunefnd Húnavatnshrepps.
Félagsmála- og fræðslunefnd gerði könnun meðal foreldra barna sem nýtt hafa barnagæslu í Húnaveri. Fá svör og misvísandi bárust þannig að ekki er marktæk niðurstaða úr könnuninni.


8.      Skýrsla Byggðastofnunar varðandi norðurslóðaáætlun ESB.
Skýrslan var lögð fram til kynningar.
 

9.      Aðalfundarboð Hveravallafélagsins ehf.

Aðalfundur Hveravallafélagsins verður haldinn 13. maí nk.
Ákveðið var að Björn Magnússon fari með atkvæði hreppsins á fundinum.
Björn Magnússon er tilnefndur fulltrúi hreppsins í stjórn og Tryggvi Jónsson til vara.
 

10.  Aðalfundarboð Vilko h/f.
Aðalfundur Vilko h/f verður haldinn 16. maí nk.
Ákveðið var að að Björn Magnússon fari með atkvæði hreppsins á fundinum.
Ægir Sigurgeirsson er tilnefndur fulltrúi hreppsins í stjórn og Jóhanna Pálmadóttir til vara.


11.  Styrkbeiðni Ungmannafélags Bólstaðarhlíðarhrepps.

Fyrir fundinum lá beiðni um fjárstyrk kr. 100.000,- vegna starfsemi félagsins og samþykkti hreppsnefnd að verða við því.
 

12.  Styrkbeiðni Húnakórsins í Reykjavík.
Fyrir fundinum lá beiðni frá Húnakórnum í Reykjavík um fjárstyrk vegna utanlandsferðar Húnakórsins nú í vor.
Samþykkt var að styrkja kórinn um 25.000.- kr.
 

13.  Fundargerðir.

a)      Jafnréttisnefndar frá 03.03 og 06.04. 2006.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

b)      Byggðasamlags Húnavallaskóla frá 06.04
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 

14.  Önnur mál.

a)      Björn lagði fram svohljóðandi ályktun um vegamál.

Hreppsnefndarfundur Húnavatnshrepps haldinn á Húnavöllum þann 3. maí 2006. Fer fram á að Vegagerðin láti framkvæma úttekt á ástandi tengi- og safnvega í hreppnum. Jafnframt verði leitað eftir við samgönguyfirvöld og fjárveitingavaldið, að stórauknu fjármagni verði á næstu tveim árum, veitt til uppbyggingar vega og lagningu bundins slitlags í hreppnum.
Samþykkt samhljóða.

b)      Samþykkt var að yfirkjörstjórn Húnavatnshrepps verði yfirkjörstjórn Húnavatns- og Áshrepps við sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk.

c)      Ólöf Birna óskaði eftirfarandi bókunar. E-listinn vill að gefnu tilefni minna á að starfsmenn Húnavatnshrepps eru bundnir trúnaði við íbúa.


Björn Magnússon mótmælti því harðlega að starfsmenn hreppsins hafi brotið trúnað víð íbúa hreppsins.Fleira ekki gert fundargerð upplesin og samþykkt.
 

Fundi slitið kl. 15.30


Björn Magnússon
Jóhanna Pálmadóttir
Ólöf Birna Björnsdóttir
Tryggvi Jónsson
Jón Gíslason
Birgir Ingþórsson
Birgitta H Halldórsdóttir.                                                               

H÷fundur: Ůorleifur Ingvarsson - UppfŠrt: 07.11.2006

Mynd augnabliksins

Teljari

═ dag: 17
Samtals: 757798

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning