H˙navatnshreppur

Húnavatnshreppur

03. fundur hreppsnefndar


Miðvikudaginn 18. janúar 2006 kom hreppsnefnd Húnavatnshrepps saman til fundar að Húnavöllum, kl. 13.00. Björn Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum. Mæting á fundinn var samkvæmt undirskriftum.

Dagskrá.

1. Formaður Stéttarfélagsins Samstöðu mætir á fundinn.
2. Nefndakjör til loka kjörtímabils.
3. Fjarskiptamál, kosning nefndar.
4. Heimasíðugerð og merki sveitarfélagsins.
5. Bréf, Sjóvá-Almennar tryggingar.
6. Fjármál og fjárhagsáætlun.
7. Önnur mál.


1. Formaður Stéttarfélagsins Samstöðu mætir á fundin.
Ásgerður Pálsdóttir formaður Stéttarfélagsins Samstöðu ræddi um starfsmat sem gert var á störfum ófaglærðra starfsmanna hjá sveitarfélögunum, þá gerði Ásgerður grein fyrir nýgerðum kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar, sem fela í sér mun meiri launahækkanir en aðrir samningar starfsmanna sveitarfélaganna.
Ásgerður svaraði spurningum fundarmanna og vék síðan af fundi.

 

2. Nefndakjör til loka kjörtímabils.
a) Fulltrúi á fundi SSNV, einn aðalmaður og einn til vara.
Kosningu hlaut. Björn Magnússon til vara. Jóhanna Pálmadóttir
b) Yfirkjörstjórn þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Kosningu hlutu: Erla Hafsteinsdóttir, Ragnar Bjarnason og Jóhanna Stella Jóhannsdóttir. Til vara. Gísli Hólm Geirsson, Þórunn Magnúsdóttir og Ellert Pálmason.
c) Undirkjörstjórnir fyrir kjördeild:
cc) Húnavöllum, þrír aðalmenn og þrír til vara
Kosningu hlutu. Stefán Á Jónsson, Nanna Guðmannsdóttir og Helga
Thoroddsen.
Til vara. Gerður Garðarsdóttir, Arna Ævarsdóttir og Hreinn Magnússon.
ccc) Húnaveri, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Kosningu hlutu: Friðgeir Jónasson, Hafdís Vilhjálmsdóttir og Kristín
Pálsdóttir.
Til vara: Guðmundur Valtýsson, Jóhanna Halldórsdóttir og Sigríður
Þorleifsdóttir.
d) Félagsmála- og fræðslunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn. Sigurður H Pétursson, Gunnþóra H Önundardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Anna M Arnardóttir og Magdalena Einarsdóttir. Til vara Hrafn Þórisson, Þorsteinn Jóhannsson, Renate Janine Kemnitz, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Gréta Björnsdóttir.
e) Atvinnu og samgöngunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn: Gunnar Ríkharðsson, Líney Árnadóttir, Sigursteinn Bjarnason, Birgitta Halldórsdóttir og Björn Þór Kristjánsson.
Til vara. Fanney Magnúsdóttir, Magnús Sigurðsson, Þóra G Þórsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Gísli Hólm Geirsson.
f) Byggingarnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn voru kosnir. Kristján Jónsson, Jóhann Guðmundsson og Fanney Magnúsdóttir Til vara. Gísli Hólm Geirsson, Þorgrímur Pálmason og Helga Thoroddsen.
g) Menningarmála-, íþrótta- og æskulýðsnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn. Þóra G Þórsdóttir, Grímur Guðmundsson og Sigþrúður Friðriksdóttir Til vara. Pálmi Þór Ingimarsson, Birkir Freysson og Ásmundur Einarsson.
h) Jafnréttisnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn voru kosnir. Magdalena Einarsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Haraldur Kristinsson Til vara. Kristín L Árnadóttir, Valur Magnússon og Óskar Guðmundsson.
i) Hússtjórnir.
ii) Húnavers, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Aðalmenn voru kosnir. Tryggvi Jónsson, Pétur Pétursson og Erla Hafsteinsdóttir
Til vara. Brynjólfur Friðriksson, Sigþrúður Friðriksdóttir og Sigursteinn
Bjarnason.
iii) Dalsmynnis, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Aðalmenn voru kosnir: Gerður Garðarsdóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson og Guðrún Sigurjónsdóttir. Til vara. Ingibjörn Sigurjónsson, Þóroddur Þorsteinsson og Sveinfríður Halldórsdóttir.
j) Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
Aðalmenn. Tryggvi Jónsson, Ólöf Birna Björnsdóttir og Jóhanna Pálmadóttir.
Til vara. Björn Magnússon, Brynjólfur Friðriksson og Jón Gíslason
k) Skólanefnd Húnavallaskóla. Fjórir aðalmann og fjórir til vara.
Ægir Sigurgeisson, Maríanna Þorgrímsdóttir, Pétur Pétursson og Kristín Rós Sigurðardóttir. Til vara. Fanney Magnúsdóttir, Birgitta Halldórsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Sesselja Sturludóttir.
l) Byggðasamlag Húnavallaskóla. Fjórir aðalmenn og fjórir til vara.
Aðalmenn. Björn Magnússon, Ólöf Birna Björnsdóttir, Tryggvi Jónsson, Birgir Ingþórsson.
Til vara. Jón Gíslason, Brynjólfur Friðriksson, Jóhanna Pálmadóttir og Birgitta H. Halldórsdóttir.
m) Skoðunarmenn. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn. Þóra Sverrisdóttir og Halldór Guðmundsson Til vara. Sigríður Hermannsdóttir og Ragnar Bjarnason.
n) Þing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn aðalmaður og einn til vara.
Aðalmaður. Björn Magnússon til vara Jón Gíslason.

 

3. Fjarskiptamál, kosning nefndar.
Rætt um skipun nefndar vegna háhraðatengingar innan sveitarfélagsins.
Málinu frestað til næsta fundar.

 

4. Heimasíðugerð og merki sveitarfélagsins.
Jóhanna gerði grein fyrir hugmyndum um heimasíðu og merki fyrir sveitarfélagið.
Ákveðið var að Jóhanna, Ólöf Birna og Björn vinni málið áfram og leggi fyrir næsta fund.

 

5. Bréf Sjóvá-Almennra trygginga.
Fram var lagt bréf frá Sjóva-Almennum tryggingum þar sem óskað er eftir aðkomu að tryggingum sveitarfélagsins.

 

6. Fjármál og fjárhagsáætlun.
Rætt var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ákveðið var að taka fjárhagsáætlun 2006 til fyrri umræðu á næsta reglulega fundi þann 1. febrúar nk.

Ákveðið var að greiða námsstyrki til framhaldskólanema árið 2006, kr. 50.000 á önn. Einnig var ákveðið að greiða heimgreiðslur til foreldra forskólabarna sem ekki eru á leikskóla. Greiðsla var ákveðin kr. 15.000 á mánuði.
Reglur um áðurnefndar greiðslur verða unnar og lagðar fyrir fund síðar.

Ákveðið var að styrkja íbúa sveitarfélagsins vegna aksturs umfram 20 km til vinnu utan heimilis kr . 20 kr/km. Átt er við reglulega vinnusókn frá heimili.

Jón Gíslason gerði grein fyrir samkomulagi við fráfarandi oddvita um uppgjör á reikningum hreppana. Hverjum oddvita verði greitt kr. 150.000, nema í Torfalækjarhreppi þar sem endurskoðandi hreppsins mun sjá um uppgjör. Þá var ákveðið að leita til fráfarandi oddvita um frágang á gögnum hreppana og Jóni og Brynjólfi falið að leita eftir samningum þar að lútandi.

Rætt var um barnagæslu í Húnaveri og ákveðið að kanna hvort áhugi væri á aukningu á starfseminni þar.

Ólöf Birna gerði grein fyrir launakjörum starfsmanna í heimaþjóustu
eftir kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Launanefndar sveitarfélaga.
Þau eru nú um kr. 930 á klst. + orlof. Akstur verður greiddur eins og um lausráðið fólk sé að ræða.

Launakjör hreppsnefndarmanna voru ákveðin kr. 30.000 á mánuði og greitt verði kr. 7.000 vegna hreppsnefndarfunda. Formönnum nefnda verði greitt kr. 7000,- á fund en öðrum nefndarmönnum kr. 6.000,- Akstur verði greiddur eftir ríkistaxta.
Ákveðið var að greiða oddvita föst laun kr. 150.000 á mánuði auk fundaþóknana út kjörtímabilið og akstur eftir reikningi.

Ólöf Birna lagði fram eftirfarandi tillögur frá E-lista

Tillaga um að leiðbeinendur verði studdir í réttindanám.
• Leiðbeinendur skuldbinda sig til að vinna við Húnavallaskóla næstu þrjú árin eftir að námi líkur.
• Haldi fullum launum meðan á námi stendur.
• Fá 25.000 kr/ pr mánuði í styrk frá hreppnum.
Samþykkt að vísa tillögu til Byggðasamlags Húnavallaskóla.

Tillaga að fjórir ljósastaurar verði settir á hvern bæ í Bólstaðarhlíðarhreppi.
• Þar sem aðrir hreppar höfðu áður látið ljósastaura á hvern bæ er eðlilegt að slíkt verði einnig gert í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar hreppsins

Tillaga að unglingavinnu.
• Í samstarfi við Blönduvirkjun
• Sjá um viðhald opinna svæða, td. kirkjugörðum, Húnavöllum félagsheimilum ofl.
• Vinna við að fegra ásýnd hreppsins.
Málið verði unnið í samráði við Blönduvirkjun,

Tillaga að kanna þörf á aukningu daggæslu í Húnaveri
• Kannað verði hvort áhugi er á að bæta við dögum í daggæslu
Vísað til félagsmálanefndar.

Tillaga að ræða við Blönduósbæ um þátttöku Húnavatnshrepps í leikskólanum Barnabæ.
Málið er þegar í vinnslu.

Tillaga að kanna hug aldraða varðandi þjónustu Húnavatnshrepps.
Vísað til félagsmálanefndar.

Tryggvi Jónsson gerði grein fyrir eyðibýlamerkingum á Laxárdal og að kostnaður sé áætlaður kr. 550.000.- Þá gerði Tryggvi grein fyrir að áveðið hafi verið að byggja við Galtarárskála.

Jón Gíslason lagði til að keypt verði leikföng ofl. fyrir barnagæsluna á Húnavöllum.
Tillagan samþykkt og ákveðið að vinna að málinu.

7. Önnur mál.
a) Ákveðið var að gera lítilháttar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins eftir ábendingum Guðjóns Bragasonar lögfræðing félagsmálaráðuneytisins.
b) Dreift var fundargerð frá félagsþjónustu A-Hún. Þar er óskað eftir tilnefningu í nefnd til að skoða samstarf skólaþjónustu og félagsþjónustu.
Jóhanna Pálmadóttir var kosin sem aðalmaður í nefndina og Brynjólfur Friðriksson sem varamaður.


Fleira ekki gert fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.40
Fundarritari
Þorleifur Ingvarsson.

H÷fundur: Stefna ehf - UppfŠrt: 22.09.2006

Mynd augnabliksins

Teljari

═ dag: 17
Samtals: 757798

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning